Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 11:31 F16 orrustuþotu tyrkneska flughersins flogið yfir Tyrklandi. Getty/Anadolu Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Tyrkland Sýrland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu.
Tyrkland Sýrland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira