Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:05 Þessa mynd birti Tómas Guðbjartsson, læknir, af sér í gær með mynd af fossinum Drynjanda sem er á því svæði þar sem reisa átti Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar. Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar.
Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira