Einn forvera Tegnell segir að nágrannalöndin muni á endanum ná Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 12:54 Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Skjáskot Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00