Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 19:28 Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53