Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:01 Thunberg (t.h.) var gestur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fundi hennar í dag. Engu að síður sparaði Thunberg ekki gagnrýni á gestgjafa sína og áform þeirra um loftslagsaðgerðir. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira