Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2020 22:30 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira