Lífið

Daði og Gagnamagnið höfnuðu í fimmta sæti hjá WIWI-bloggs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagninu var spáð góðu gengi í keppninni.
Daði Freyr og Gagnamagninu var spáð góðu gengi í keppninni.

Bloggsíðan WIWI-bloggs er líklega virtasta bloggsíðan í Eurovision-heiminum. Eins og flestir vita er búið að aflýsa Eurovision-keppninni í ár og var það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um Evrópu.

Í gær fór fram netkeppni á vegum síðunnar og kusu bloggarar síðunnar þeirra bestu og uppáhalds lög. Hægt var að fá 8, 10 eða 12 stig eins og þekkist vel í keppninni.

Fyrirkomulagið var mjög svipað og þekkist í keppninni og var flakkað á milli landa þar sem fulltrúar þeirra gáfu sín atkvæði.

Að lokum var það Litháen sem bar sigur úr bítum í keppninni en Daði Freyr og Gagnamagnið höfnuðu í fimmta sætinu, rétt á eftir Ítölum.

Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni sem var í beinni á YouTube-síðu WIWI-bloggs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.