Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:10 Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur ritaði opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í morgun. Aðsend/Vísir/Vilhelm Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00
Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26