Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 12:56 Flugfreyjur við hús ríkissáttasemjara. Vísir/Birgir Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug. Icelandair Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug.
Icelandair Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira