Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 19:48 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir í þágu námsmanna á blaðamannafundi í HR í dag. Vísir/Vilhelm Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan. Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan.
Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46
Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14