Ellefu ríki hafa þegar fallist á vopnahlé Heimsljós 3. apríl 2020 15:53 Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Evan Schneider Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðirnar sem um ræðir eru Filipsseyjar, Jemen, Kamerún, Kólombía, Líbía, Mjanmar, Mið-Afríkulýðveldið, Suður-Súdan, Súdan, Sýrland og Úkraína. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag hvatningu sína um að „vopnaðar fylkingar” um allan heim leggi niður vopn til að greiða fyrir baráttunni gegn COVID-19. Hann birti ákall sitt um alheimsvopnahlé 23. mars og sagði í dag að nú þegar hafi verið brugðist jákvætt við hvatningu hans. Hann hefur lýst yfir því að COVID-19 sé mesta þolraun sem heimurinn hafi staðið frammi fyrir frá því Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 75 árum. „Það er breitt bil á milli orða og athafna,” sagði Guterres. „Það getur verið langt á milli þess að tala um frið og að það skili sér í betra lífi fyrir fólkið sem á í hlut.” Hann sagði að með því að stöðva átök „væri hægt að skapa aðstæður til þess að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til skila.“ Guterres kvaðst óttast að COVID-19 gæti orðið olía á eld pólitískrar spennu og ofbeldis. „Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að friði og þeirri einingu sem er heiminum nauðsyn til að berjast gegn COVID-19,“ sagði António Guterres. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent
Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðirnar sem um ræðir eru Filipsseyjar, Jemen, Kamerún, Kólombía, Líbía, Mjanmar, Mið-Afríkulýðveldið, Suður-Súdan, Súdan, Sýrland og Úkraína. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag hvatningu sína um að „vopnaðar fylkingar” um allan heim leggi niður vopn til að greiða fyrir baráttunni gegn COVID-19. Hann birti ákall sitt um alheimsvopnahlé 23. mars og sagði í dag að nú þegar hafi verið brugðist jákvætt við hvatningu hans. Hann hefur lýst yfir því að COVID-19 sé mesta þolraun sem heimurinn hafi staðið frammi fyrir frá því Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 75 árum. „Það er breitt bil á milli orða og athafna,” sagði Guterres. „Það getur verið langt á milli þess að tala um frið og að það skili sér í betra lífi fyrir fólkið sem á í hlut.” Hann sagði að með því að stöðva átök „væri hægt að skapa aðstæður til þess að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til skila.“ Guterres kvaðst óttast að COVID-19 gæti orðið olía á eld pólitískrar spennu og ofbeldis. „Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að friði og þeirri einingu sem er heiminum nauðsyn til að berjast gegn COVID-19,“ sagði António Guterres. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent