Sjö barir fengu viðvörun frá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 08:00 Myndin var tekin á föstudagskvöldi þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Þá voru afar fáir á ferli í miðborginni en síðan hámarkið var hækkað í fimmtíu manns hafa fleiri lagt leið sína í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira