Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:56 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34
Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57