Framlengja félagsforðun og vilja fækka nýjum smitum í 50 á dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 14:00 Fámennt í undirgöngum í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu í gær aðgerðir gegn dreifingu nýju kórónuveirunnar, sem átti að ljúka á morgun, verða framlengdar um tvær vikur. Þann tíma vilja Kóreumenn nota til að fækka nýjum smitum í 50 á dag. Síðustu daga og vikur hefur nýjum smitum fjölgað um um það bil hundrað á dag. Flest smiti greindust þann 29. febrúar eða 813. Í gær voru ný smit alls 81 og á föstudaginn 94. Tæplega helmingur smitanna í gær greindust þó í aðilum sem voru að koma til Suður-Kóreu frá öðrum löndum, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Heilt yfir hafa greinst 10.237 smit í Suður-Kóreu og 183 eru dánir. Áhugavert er að bera þær tölur saman við Bandaríkin en fyrstu smitin greindust á sama degi í báðum löndum, eða þann 20. janúar. Í Bandaríkjunum hafa þó síðan greinst 312.249 smit og 8.503 hafa dáið. Borgarstjórn Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að gripið yrði til aðgerða gegn kirkju þar sem messa var haldin í dag, annan sunnudaginn í röð. Með því brutu forsvarsmenn kirkjunnar gegn samkomubanni yfirvalda. Sérstöku banni hafði verið beitt gegn kirkjunni eftir að messa var haldin þar 22. mars. Samkomubannið, sem framlengt var í dag, verður nú í gildi til 19. apríl, nema það verði framlengt aftur. Í yfirlýsingu í dag sagði Chung Sye-kyun, forsætisráðherra, að Kóreumönnum stæði ekkert annað til boða. Þó íbúar séu nú þegar mun öruggari en þeir voru fyrir skömmu síðan og í betri stöðu en mörg ríki Evrópu og Bandaríkin, sé enn nauðsynlegt að stunda félagsforðun.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira