Braut útivistarbann til að fagna 18 ára afmæli kærustunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 22:15 Eflaust stendur ,,Ástin spyr ekki um aldur" á bringunni á Smolov. Kerstin Joensson/AP Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá. Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku með útivistarbann í gildi og mun það standa til 26. apríl, að lágmarki. Er það gert í von um að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem hefur nú þegar dregið 12 þúsund manns til dauða í landinu. Það gefur því auga leið að ekki er ætlast til þess að fólk sé á ferðinni og hvað þá á milli landa. Fedor Smolov, leikmaður Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, lét það þó ekki stöðva sig en hann flaug nýverið með einkaþotu til Rússlands til að vera viðstaddur afmælisveislu kærustu sinnar. Celta Vigo's Smolov defies lockdown to return home for fiance's 18th birthday https://t.co/q24ZkB9ErE— Guardian sport (@guardian_sport) April 5, 2020 Eðlilega vildi hinn þrítugi Smolov vera viðstaddur enda um stórafmæli að ræða. Kærasta hans, Maria Yumesheva, er jú að verða 18 ára gömul. Parið trúlofaði sig í janúar á þessu ári og mun brúðkaupið fara fram í sumar. Áðurnefnd Yumesheva er barnabarn Boris Nikolayevich Yeltsin, fyrrum forseta Rússlands. Yeltsin var forseti Rússlands frá 1991 til 1999 en Yumesheva var ekki fædd þegar hann lét af embætti. „Leikmaðurinn hafði ítrekað beðið um leyfi til að fara til Rússlands vegna persónulegra mála. Félagið gat ekki leyft honum það þar sem spænska úrvalsdeildin gaf ekki leyfi,“ segir í frétt AS um málið. Smolov ku hafa látið félagið vita að hann yrði að fara til Rússlands til að leysa úr sínum málum en hann kæmi til baka um leið og mögulegt væri. Er hann annar leikmaður Celta Vigo sem brýtur útivistarbannið en Pione Sisto gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá Spáni til Danmerkur eftir að útivistarbannið var sett á. Mega þeir báðir búast við þungri sekt frá félaginu sem og spænska knattspyrnusambandinu. The Guardian greindi frá.
Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira