Á YouTube-rásinni Priscila Azzini Interior Design / Architecture er fjallað um lúxus einbýlishús sem reist var úr tveimur gámum.
Húsið er hið glæsilegasta og á tveimur hæðum. Gámarnir eru sex metrar á breidd og sex metrar á lengd.
Í húsinu er borðstofa, setustofa, eldhús, tvö baðherbergi, skrifstofa, tvö svefnherbergi, sundlaug í bakgarðinum og þvottahús.
Tveir fjörutíu feta gámar voru notaðir til að reisa húsið en hér að neðan má sjá umfjöllun um eignina.