Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:49 Óvenju fáir eru á ferli þessa dagana í Leifsstöð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent