Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira