Lítill hluti af þjóðinni hefur tekið smit, meirihlutinn enn móttækilegur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 18:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11
Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21