Hrúgast inn tilkynningar um holur í vegum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 19:57 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira