Of mikil náin samvera í lengri tíma getur reynst mörgum samböndum þrautinni þyngri en þó eru til sambönd sem ganga betur með meiri samveru.
Á þessum títt nefndu fordæmalausu tímum hefur óvenju mikil samvera hjóna og para verið í flestum tilvikum óumflýjanleg og hafa margir velt því fyrir sér hver áhrif svo mikillar samveru sé á sambönd.
Er hún jákvæð eða neikvæð? Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að spá skilnaðarhrinu í sumar meðan aðrir segja að það að hægja á sér og vera meira saman styrki fjölskylduböndin sem og sambandið.
Spurning vikunnar er undir áhrifum þessara hugleiðinga og beinist að fólki sem er í sambandi, hvort sem það er hjónaband eða annað ástarsamband.
Hvaða áhrif hefur samkomubannið á sambandið þitt við maka?