Sérstök tilfinning að vera á fundi með Barack Obama Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:42 Dagur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að vera með Obama á fundi. Vísir/Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira