Nærri allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins leita Söndru Lífar Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2020 12:00 Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. Klukkan hálf átta í morgun barst fjölmiðlum tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lýst er eftir Söndru Líf Long. Þar segir að ekki sé vitað um ferðir hennar síðan á skírdag. Sandra er 172 cm á hæð og er grannvaxin með mjög sítt rauðleitt ár. Hún yfirgaf heimili sitt í Hafnarfirði upp úr hádegi á skírdag samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hennar. Þá fór hún til ömmu sinnar og afa í hádegismat og svo í heimsókn til vinkonu sinnar. Þaðan fór hún klukkan hálf sex og hefur ekki sést til hennar síðan. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Hún var á bílnum sínum, ljósgráum Ford Focus, og var með síma og tösku meðferðis. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fannst bílinn á Álftanesi í nótt. Sandra Líf hvarf á skírdag.lögreglan Björgunvarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa leitað frá því klukkan hálf þrjú í nótt og verður leit haldið áfram í dag samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Búið sé að kalla út nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu til áframhaldandi leitar í dag. Leitarmenn leita fótgangandi og með drónum. Þá leitaði þyrla Landhelgisgæslunnar á Álftanesi í morgun og tekur hún þátt í leitinni í dag ásamt varðbátsins Óðins, sem einnig aðstoðaði við leit í morgun, og eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF sem er á æfingu sem verður nýtt til leitar. Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar, segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé mjög áhyggjufull. Það sé mjög ólíkt Söndru Líf að láta ekki vita af sér enda sé hún mjög náin fjölskyldu sinni. Hún sé skynsöm og ekki í óreglu. Þá hafi ekkert verið óeðlilegt við hegðun Söndru á skírdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. Klukkan hálf átta í morgun barst fjölmiðlum tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lýst er eftir Söndru Líf Long. Þar segir að ekki sé vitað um ferðir hennar síðan á skírdag. Sandra er 172 cm á hæð og er grannvaxin með mjög sítt rauðleitt ár. Hún yfirgaf heimili sitt í Hafnarfirði upp úr hádegi á skírdag samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hennar. Þá fór hún til ömmu sinnar og afa í hádegismat og svo í heimsókn til vinkonu sinnar. Þaðan fór hún klukkan hálf sex og hefur ekki sést til hennar síðan. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Hún var á bílnum sínum, ljósgráum Ford Focus, og var með síma og tösku meðferðis. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fannst bílinn á Álftanesi í nótt. Sandra Líf hvarf á skírdag.lögreglan Björgunvarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa leitað frá því klukkan hálf þrjú í nótt og verður leit haldið áfram í dag samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Búið sé að kalla út nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu til áframhaldandi leitar í dag. Leitarmenn leita fótgangandi og með drónum. Þá leitaði þyrla Landhelgisgæslunnar á Álftanesi í morgun og tekur hún þátt í leitinni í dag ásamt varðbátsins Óðins, sem einnig aðstoðaði við leit í morgun, og eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF sem er á æfingu sem verður nýtt til leitar. Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar, segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé mjög áhyggjufull. Það sé mjög ólíkt Söndru Líf að láta ekki vita af sér enda sé hún mjög náin fjölskyldu sinni. Hún sé skynsöm og ekki í óreglu. Þá hafi ekkert verið óeðlilegt við hegðun Söndru á skírdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira