Forstjóri Landspítalans varar sérstaklega við Covid-gríni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 15:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Ljósmynd/Lögreglan „Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10
Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00
Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25