Rifjuðu upp þegar gamli Eyjamarkvörðurinn fór í sóknina í leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 10:30 David James hætti að vera markvörður Manchester City og skiptir bæði um stöðu og treyju þegar Stuart Pearce sendir hann fram í sóknina í leik Manchester City og Middlesbrough. Getty/ Richard Heathcote David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira