Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. maí 2020 13:12 Fjármálaráðherra vill koma í veg fyrir mikla gjaldþrotahrinu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira