Skimun á Íslandi styður að einkennalausir geti verið smitberar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 21:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti, var á meðal þeirra sem tók þátt í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53