Opnuðu matvöruverslun í miðju samkomubanni Veganbúðin 16. apríl 2020 13:00 "Það hefur fjölgað ævintýralega hratt í þessum hópi og þróunin hefur verið hröð síðustu ár. Þegar ég byrjaði fyrir átta árum var lítið úrval af veganvörum," segir Sæunn Ingibjörg, eigandi Vegan búðarinnar. Sunna Ben „Vegan getur verið eldri kynslóðinni framandi en nú er ekki svo óalgengt að það séu að minnsta kosti ein eða tvær grænmetisætur í hverri fjölskyldu. Hingað koma oft ömmur og afar og biðja um ráð við eldamennskuna þegar von er á barnabörnunum í mat. Við erum öll snarvegan hér og þaulreyndir grænkerar og getum gefið ráðleggingar um ýmislegt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, einn af eigendum Vegan búðarinnar. Sæunn segir sífellt fleiri aðhyllast vegan. Viðhorfið til þessa lífsstíls sé gjörbreytt. „Það hefur fjölgað ævintýralega hratt í þessum hópi og þróunin hefur verið hröð síðustu ár. Þegar ég byrjaði fyrir átta árum var lítið úrval af veganvörum og ég þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum ef ég ætlaði ekki að borða bara sætar kartöflur og linsubaunir alla daga. Nú er hægt að fá veganvörur í nánast hverri matvöruverslun. Viðhorfið hefur líka gerbreyst. Fyrir nokkrum árum var það frekar neikvætt, við sem vorum vegan máttum bara eiga okkur með okkar sérvisku en þetta er gerbreytt. Fólk ber virðingu fyrir þessum lífsstíl í dag og vill gjarnan smakka sjálft.“ Meira pláss og meira úrval í nýju versluninni í Faxafeni 14.Sunna Ben Stærri verslun í nýju húsnæði „Við opnuðum Vegan búðina sem netverslun þann 1. Nóvember árið 2018 með pínulítið vöruúrval en það jókst smám saman. Í Veganúar árið 2019 var svo mikil stemming og fólk bað mikið um að fá að koma og kíkja til okkar. Við ákváðum að prófa að hafa opið í 4 klukkutíma einu sinni í viku. Þetta átti bara að vera tímabundið en það var hins vegar svo mikil aðsókn að við gátum ekki hætt og vorum með opið alla laugardaga eftir þetta. Búðin var í Strandgötu í Hafnarfirði í afar krúttlegu húsnæði en eftir því sem vinsældirnar jukust og vöruúrvalið jókst fórum við að huga að því að flytja búðina þangað sem aðgengi væri betra og meira rými. Við opnuðum loks Vegan búðina í Faxafeni 14 þann 26. mars síðastliðinn,“ segir Sæunn. „Á opnunardaginn hafði samkomubann nýlega tekið gildi og það var skrítin tilfinning að opna búðina með sóttvarnarlínu við kassann og sótthreinsibirgðir og hanska fyrir viðskiptavini. Við ákváðum að geyma fyrirætlanir okkar um umbúðalausa þurrvöru, ávexti og grænmeti í ljósi aðstæðna en þrátt fyrir það hafa viðtökurnar verið framar okkar villtustu vonum. Við hlökkum því til þegar aðstæður breytast aftur og búðin fær andlitslyftingu með öllum þeim ferskleika sem henni er ætlað að bjóða upp á.“ Sunna Ben Breitt vöruúrval Eins og gefur að skilja eru allar vörur Vegan búðarinnar án dýraafurða. Í hillunum er að finna bæði matvöru og ýmsa sérvöru sem fellur undir vegan skilgreininguna. Sæunn segir markmið Vegan búðarinnar að auka og bæta aðgengi að veganvörum og vera öðrum verslunum fyrirmynd í því hvað hægt er að bjóða upp á. „Við eigum til úrval af allskonar mat, bæði þurrvöru og vinsælli kælivöru. Við erum einnig með sérhæfðar veganvörur eins og lúxus osta og marinerað tófú. Nýlega bættum við inn frystivöru og erum með Oumph!, pítsur, Wellington, falafel, hnetusteikur, ís og ýmislegt fleira. Bætiefnin eru mjög vinsæl hjá okkur en það getur verið erfitt að finna vítamín og bætiefni án dýraafurða á markaðnum eða læra að þekkja þau frá hinum hefðbundnu,“ segir Sæunn. Dýravernd er lykilatriði í veganisma en Sæunn leggur einnig áherslu á umhverfisþáttinn í Vegan búðinni. „Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á náttúruvæna kosti og erum stöðugt að bæta við plastlausum vörum. Til dæmis seljum við umhverfisvænan klósettpappír úr bambus sem ekki er pakkað í plast og plastlausar örtrefjatuskur, kókosskálar og fleiri hluti úr náttúrulegum efnum. Stærsti viðskiptavinahópurinn okkar er ekki endilega harðkjarna grænkerar heldur kemur líka mikið af fólki sem er meðvitað um náttúruna og vill minnka hlutfall dýraafurða hjá sér. Fólk með eggja- og mjólkurofnæmi treystir mikið á vörurnar okkar og einstaklingar með glúteinóþol elska að versla hjá okkur því stór hluti úrvalsins hjá okkur er einnig glúteinlaus. Við þjónum þannig ýmsum ólíkum hópum. Vinsælasta varan okkar er samt án efa nammideildin eins og hún leggur sig. Við eigum frábært úrval af vegannammi og súkkulaði,“ segir Sæunn. Nammideildin er vinsæl.Sunna Ben Senda heim í samkomubanni Sæunn hefur eins og fleiri fyrirtækjaeigendur þurft að aðlaga verslunina að samkomubanni og ríkjandi ástandi í samfélaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar heima að dyrum og þá hafa þau opnað útibú frá skyndibitastaðnum Jömm fyrir framan Vegan búðina. „Við rekum einnig Jömm í Kringlunni en höfum þurft að loka staðnum tímabundið þar. Við gripum því til þess ráðs að opna „drive through“ hér í Faxafeninu við Vegan búðina og fólk getur verslað mat hjá okkur í leiðinni. Hér hefur myndast frábær stemming þegar grænkerar og sælkerar mæta í lúguna að næla sér í vegan pylsu eða börger eftir að hafa birgt sig upp af góðgæti í búðinni. Við erum einnig að senda heim og mörg sameina pantanirnar, panta klósettpappír og súkkulaði úr búðinni og svo kvöldmatinn á Jömm og við skutlum öllu saman heim,“ segir Sæunn. Nánar má kynna sér úrvalið á veganbudin.is. Vegan búðin er einnig á Instagram. Girnilegan veganmatseðil Jömm er að finna hér. Matur Vegan Verslun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Vegan getur verið eldri kynslóðinni framandi en nú er ekki svo óalgengt að það séu að minnsta kosti ein eða tvær grænmetisætur í hverri fjölskyldu. Hingað koma oft ömmur og afar og biðja um ráð við eldamennskuna þegar von er á barnabörnunum í mat. Við erum öll snarvegan hér og þaulreyndir grænkerar og getum gefið ráðleggingar um ýmislegt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, einn af eigendum Vegan búðarinnar. Sæunn segir sífellt fleiri aðhyllast vegan. Viðhorfið til þessa lífsstíls sé gjörbreytt. „Það hefur fjölgað ævintýralega hratt í þessum hópi og þróunin hefur verið hröð síðustu ár. Þegar ég byrjaði fyrir átta árum var lítið úrval af veganvörum og ég þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum ef ég ætlaði ekki að borða bara sætar kartöflur og linsubaunir alla daga. Nú er hægt að fá veganvörur í nánast hverri matvöruverslun. Viðhorfið hefur líka gerbreyst. Fyrir nokkrum árum var það frekar neikvætt, við sem vorum vegan máttum bara eiga okkur með okkar sérvisku en þetta er gerbreytt. Fólk ber virðingu fyrir þessum lífsstíl í dag og vill gjarnan smakka sjálft.“ Meira pláss og meira úrval í nýju versluninni í Faxafeni 14.Sunna Ben Stærri verslun í nýju húsnæði „Við opnuðum Vegan búðina sem netverslun þann 1. Nóvember árið 2018 með pínulítið vöruúrval en það jókst smám saman. Í Veganúar árið 2019 var svo mikil stemming og fólk bað mikið um að fá að koma og kíkja til okkar. Við ákváðum að prófa að hafa opið í 4 klukkutíma einu sinni í viku. Þetta átti bara að vera tímabundið en það var hins vegar svo mikil aðsókn að við gátum ekki hætt og vorum með opið alla laugardaga eftir þetta. Búðin var í Strandgötu í Hafnarfirði í afar krúttlegu húsnæði en eftir því sem vinsældirnar jukust og vöruúrvalið jókst fórum við að huga að því að flytja búðina þangað sem aðgengi væri betra og meira rými. Við opnuðum loks Vegan búðina í Faxafeni 14 þann 26. mars síðastliðinn,“ segir Sæunn. „Á opnunardaginn hafði samkomubann nýlega tekið gildi og það var skrítin tilfinning að opna búðina með sóttvarnarlínu við kassann og sótthreinsibirgðir og hanska fyrir viðskiptavini. Við ákváðum að geyma fyrirætlanir okkar um umbúðalausa þurrvöru, ávexti og grænmeti í ljósi aðstæðna en þrátt fyrir það hafa viðtökurnar verið framar okkar villtustu vonum. Við hlökkum því til þegar aðstæður breytast aftur og búðin fær andlitslyftingu með öllum þeim ferskleika sem henni er ætlað að bjóða upp á.“ Sunna Ben Breitt vöruúrval Eins og gefur að skilja eru allar vörur Vegan búðarinnar án dýraafurða. Í hillunum er að finna bæði matvöru og ýmsa sérvöru sem fellur undir vegan skilgreininguna. Sæunn segir markmið Vegan búðarinnar að auka og bæta aðgengi að veganvörum og vera öðrum verslunum fyrirmynd í því hvað hægt er að bjóða upp á. „Við eigum til úrval af allskonar mat, bæði þurrvöru og vinsælli kælivöru. Við erum einnig með sérhæfðar veganvörur eins og lúxus osta og marinerað tófú. Nýlega bættum við inn frystivöru og erum með Oumph!, pítsur, Wellington, falafel, hnetusteikur, ís og ýmislegt fleira. Bætiefnin eru mjög vinsæl hjá okkur en það getur verið erfitt að finna vítamín og bætiefni án dýraafurða á markaðnum eða læra að þekkja þau frá hinum hefðbundnu,“ segir Sæunn. Dýravernd er lykilatriði í veganisma en Sæunn leggur einnig áherslu á umhverfisþáttinn í Vegan búðinni. „Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á náttúruvæna kosti og erum stöðugt að bæta við plastlausum vörum. Til dæmis seljum við umhverfisvænan klósettpappír úr bambus sem ekki er pakkað í plast og plastlausar örtrefjatuskur, kókosskálar og fleiri hluti úr náttúrulegum efnum. Stærsti viðskiptavinahópurinn okkar er ekki endilega harðkjarna grænkerar heldur kemur líka mikið af fólki sem er meðvitað um náttúruna og vill minnka hlutfall dýraafurða hjá sér. Fólk með eggja- og mjólkurofnæmi treystir mikið á vörurnar okkar og einstaklingar með glúteinóþol elska að versla hjá okkur því stór hluti úrvalsins hjá okkur er einnig glúteinlaus. Við þjónum þannig ýmsum ólíkum hópum. Vinsælasta varan okkar er samt án efa nammideildin eins og hún leggur sig. Við eigum frábært úrval af vegannammi og súkkulaði,“ segir Sæunn. Nammideildin er vinsæl.Sunna Ben Senda heim í samkomubanni Sæunn hefur eins og fleiri fyrirtækjaeigendur þurft að aðlaga verslunina að samkomubanni og ríkjandi ástandi í samfélaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar heima að dyrum og þá hafa þau opnað útibú frá skyndibitastaðnum Jömm fyrir framan Vegan búðina. „Við rekum einnig Jömm í Kringlunni en höfum þurft að loka staðnum tímabundið þar. Við gripum því til þess ráðs að opna „drive through“ hér í Faxafeninu við Vegan búðina og fólk getur verslað mat hjá okkur í leiðinni. Hér hefur myndast frábær stemming þegar grænkerar og sælkerar mæta í lúguna að næla sér í vegan pylsu eða börger eftir að hafa birgt sig upp af góðgæti í búðinni. Við erum einnig að senda heim og mörg sameina pantanirnar, panta klósettpappír og súkkulaði úr búðinni og svo kvöldmatinn á Jömm og við skutlum öllu saman heim,“ segir Sæunn. Nánar má kynna sér úrvalið á veganbudin.is. Vegan búðin er einnig á Instagram. Girnilegan veganmatseðil Jömm er að finna hér.
Nánar má kynna sér úrvalið á veganbudin.is. Vegan búðin er einnig á Instagram. Girnilegan veganmatseðil Jömm er að finna hér.
Matur Vegan Verslun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira