Vorkennir Daða Frey sérstaklega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:58 Daði Freyr og Gagnamagnið í myndbandinu við lagið Think About Things. Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr Eurovision Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr
Eurovision Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira