Vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá fyrirtækjalistanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2020 21:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/vilhelm Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að setja saman lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Von er á að listinn verði birtur eftir helgi. Stofnunin skoðar nú hvort undanskilja eigi fámenn fyrirtæki frá listanum. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur áhyggjur af því að með birtingu fámennra fyrirtækja sé auðveldara að leiða af þeim upplýsingum, persónuupplýsingar um þá sem sækja bæturnar. Persónuvernd segir að tilgangur með birtingu upplýsinganna sé að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi. Því er það mat persónuverndar að sá tilgangur náist ekki fyllilega verði fyrirtæki með fáa starfsmenn undanskilin með öllu frá birtingunni. Forseti ASÍ tekur í sama streng og Persónuvernd og telur að birta eigi lista yfir öll fyrirtæki óháð stærð. „Við höllum okkur að Persónuvernd. Okkur finnst mikilvægt að þetta sé eins gagnsætt og mögulegt er. Persónuvernd hefur í huga vernd persóna það er að segja launafólks og ef Persónuvernd er búin að úrskurða um það að það sé í lagi að birta listana án þess að það sé verið að uppljóstra um persónuupplýsingar launafólks þá höllum við okkur að þeirri skilgreiningu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún vilji að upplýsingarnar séu birtar til að koma í veg fyrir að úrræðið sé misnotað. „Við erum þarna, við sem skattgreiðendur að greiða mjög háar fjárhæðir til stuðnings fyrirtækja, til stuðnings launafólks í gegnum fyrirtækin þannig að ef að listi yfir fyrirtækin eru birt en ekki launafólk þá er það fullnægjandi að okkar mati,“ sagði Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrirtækjalistinn verður birtur Listi yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verður birtur. Unnið er að því að koma listanum í birtingarhæft form og er því ekki von á honum fyrr en líklega í næstu viku. 15. maí 2020 19:00
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent