Rembingskoss þvert á öll tilmæli Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 22:00 Dedryck Boyata og Marko Grujic ansi nánir í sigri Herthu Berlínar á Hoffenheim í dag. VÍSIR/GETTY Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið. Þýska deildin gaf út 41 blaðsíðu lista yfir leiðbeiningar sem leikmenn þurfa að fara eftir til að draga úr smithættu, til að mögulegt sé að klára leiktíðina. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn skuli frekar fagna mörkum með því að láta olnboga eða fætur snertast í stað þess að fallast í faðma. Dedryck Boyata, leikmaður Herthu Berlín, fór á svig við reglurnar þegar hann fagnaði marki í 3-0 sigrinum á Hoffenheim í dag. Hann smellti rembingskossi á liðsfélaga sinn Marko Grujic í fagnaðarlátunum. Boyata mun þó ekki eiga yfir höfði sér refsingu. Þjálfari Herthu, Bruna Labbadia, sýndi viðbrögðum Boayta skilning. „Það að fagna mörkum er hluti af fótboltanum. Við erum búnir að þurfa að fara svo oft í smitpróf að ég held að það sé hægt að horfa framhjá þessu. Það væri hneyksli ef ekki mætti lengur fagna mörkum,“ sagði Labbadia við Kicker. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38 Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30 Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið. Þýska deildin gaf út 41 blaðsíðu lista yfir leiðbeiningar sem leikmenn þurfa að fara eftir til að draga úr smithættu, til að mögulegt sé að klára leiktíðina. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn skuli frekar fagna mörkum með því að láta olnboga eða fætur snertast í stað þess að fallast í faðma. Dedryck Boyata, leikmaður Herthu Berlín, fór á svig við reglurnar þegar hann fagnaði marki í 3-0 sigrinum á Hoffenheim í dag. Hann smellti rembingskossi á liðsfélaga sinn Marko Grujic í fagnaðarlátunum. Boyata mun þó ekki eiga yfir höfði sér refsingu. Þjálfari Herthu, Bruna Labbadia, sýndi viðbrögðum Boayta skilning. „Það að fagna mörkum er hluti af fótboltanum. Við erum búnir að þurfa að fara svo oft í smitpróf að ég held að það sé hægt að horfa framhjá þessu. Það væri hneyksli ef ekki mætti lengur fagna mörkum,“ sagði Labbadia við Kicker.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38 Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30 Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38
Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30
Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30