Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 20:37 Glatt var á hjalla í heitu pottunum í Árbæjarlaug í morgun þegar fastagestir hittust á ný eftir nærri tveggja mánaða sundbann. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49