Rekinn úr draumadjobbinu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 13:29 Sveppi hefur komið víða við á sínum magnaða ferli sem sjónvarpsmaður. vísir/vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sveppi sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp TV og síðan þá hefur hann leikið í grínþáttum, kvikmyndum, á sviði og gert ótal þáttaraðir í íslensku sjónvarpi. Það hefur alltaf verið draumur Sveppa að lesa inn á teiknimyndir og fékk hann einu sinn stóra tækifærið. „Mig langaði alltaf að verða leikari því mér fannst svo sjarmerandi að tala inn á teiknimyndir,“ segir Sverrir Þór í þættinum sem hefur aðeins einu sinni fengið að tala inn á teiknimynd. „Ég hef einu sinni verið beðinn um að koma og tala inn á teiknimynd og þá var það vinur minn hann Gunnar Árnason hljóðmaður. Hann fékk mig í prufu, því þú þarft að koma í prufu ef þetta er Disney mynd eða eitthvað þannig. Ég fór í prufu og þeim leyst ágætlega á mig, mönnunum út í útlöndunum. Ég mætti til Gunna félaga og var hjá honum í fimm klukkutíma að lesa inn á teiknimynd og það var ógeðslega gaman. Svo hringdi hann í mig daginn eftir og sagði, Sveppi þetta var ekki alveg nægilega gott og ég ætla bara láta þig vita að ég hringdi í Ladda og hann kom í morgun og gerði þetta á klukkutíma. Og ég var þá rekinn.“ Í þættinum hér að neðan ræðir Sveppi einnig um ferlinn sinn í fjölmiðlum, um það þegar bróðir hans lést af slysförum þegar Sverrir var sjö ára, um fjölskyldulífið, um frægðina, vináttu hans við Eið Smára, kosti hans og galli, komandi verkefni og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sveppi sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp TV og síðan þá hefur hann leikið í grínþáttum, kvikmyndum, á sviði og gert ótal þáttaraðir í íslensku sjónvarpi. Það hefur alltaf verið draumur Sveppa að lesa inn á teiknimyndir og fékk hann einu sinn stóra tækifærið. „Mig langaði alltaf að verða leikari því mér fannst svo sjarmerandi að tala inn á teiknimyndir,“ segir Sverrir Þór í þættinum sem hefur aðeins einu sinni fengið að tala inn á teiknimynd. „Ég hef einu sinni verið beðinn um að koma og tala inn á teiknimynd og þá var það vinur minn hann Gunnar Árnason hljóðmaður. Hann fékk mig í prufu, því þú þarft að koma í prufu ef þetta er Disney mynd eða eitthvað þannig. Ég fór í prufu og þeim leyst ágætlega á mig, mönnunum út í útlöndunum. Ég mætti til Gunna félaga og var hjá honum í fimm klukkutíma að lesa inn á teiknimynd og það var ógeðslega gaman. Svo hringdi hann í mig daginn eftir og sagði, Sveppi þetta var ekki alveg nægilega gott og ég ætla bara láta þig vita að ég hringdi í Ladda og hann kom í morgun og gerði þetta á klukkutíma. Og ég var þá rekinn.“ Í þættinum hér að neðan ræðir Sveppi einnig um ferlinn sinn í fjölmiðlum, um það þegar bróðir hans lést af slysförum þegar Sverrir var sjö ára, um fjölskyldulífið, um frægðina, vináttu hans við Eið Smára, kosti hans og galli, komandi verkefni og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein