Lífið

Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision.
Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision. AIDAN MONAGHAN/NETFLIX

Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni.

Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk.

Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir undirbúa sig hér áður en þau stíga á sviðið.JOHN WILSON/NETFLIX

Eurovision myndin var að stórum hluta tekin upp hér á landi og meðal annars á Húsavík en fjölmargir íslenskir leikarar koma við sögu í verkinu. 

Á kvikmyndasíðunni IMDB  er farið ítarlega yfir leikarahópinn og má þar sjá alla þá Íslendinga sem fara með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell.

Hér að neðan má sjá þá íslenska leikara sem leika í myndinni:

Jóhannes Haukur Jóhannesson

Ólafur Darri Ólafsson

Nína Dögg Filippusdóttir

Björn Hlynur Haraldsson

Guðmundur Þorvaldsson

Jói Jóhannsson

Bríet Kristjánsdóttir (Brie Kristiansen)

Arnmundur Ernst Björnsson

Björn Stefánsson

Álfrún Gísladóttir (Alfrun Rose)

Smári Gunnarsson

Halldóra Thoell

Elín Pétursdóttir

Hannes Óli Ágústsson

Hlynur Þorsteinsson

Hér má sjá erkióvin íslenska hópsins, Rússann Alexander Lemtov en það er Dan Stevens sem fer með hlutverk hans í kvikmyndinni.JOHN WILSON/NETFLIX

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.