Heimaliðin hörmuleg með enga í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 16:30 Leonardo Bittencourt hjá Werde Bremen í baráttu við Florian Wirtz hjá Bayer Leverkusen en Werder Bremen var eitt af mörgum heimaliðum sem töpuðum um helgina. EPA-EFE/STUART FRANKLIN Nýr veruleiki knattspyrnuliða úti í heimi er að spila leiki sína án áhorfenda og það virðist koma niður á heimaliðunum. Heimavöllurinn á að vera vígi hvers fótboltaliðs en auðvitað spila stuðningsmenn liðanna þar stórt hlutverki. Mikilvægi stuðningsmanna heimaliðanna sést kannski á úrslitum úr þýsku Bundesligunni um helgina. Heimaliðin unnu aðeins einn leik af níu í fyrstu umferð þýsku fótbolta deildarinnar eftir COVID-19 hléið. Borussia Dortmund were the only home team to win in the Bundesliga's return Host teams in front of no fans: W1 D3 L5 pic.twitter.com/2WIkspskHl— B/R Football (@brfootball) May 18, 2020 Eina liðið sem vann sinn heimaleik var lið Borussia Dortmund en og félagar áttu ekki í miklum vandræðum með Schalke 04 og unnu öruggan 4-0 sigur. Öll hin átta heimaliðin náðu aftur á móti aðeins að skora samtals sex mörk í sínum leikjum og ekkert þeirra fagnaði sigri. Uppskeran var aðeins þrjú stig af 24 mögulegum eða aðeins þrettán prósent stiga í boði. Þess í stað unnu fimm útilið sína leiki en það voru Hertha Berlin, Wolfsburg, Borussia M'gladbach, Bayern München og Bayer Leverkusen. Útiliðin skoruðu alls sautján mörk gegn sex í þessum átta leikjum. Úslit leikja í endurkomu þýsku deildarinnar um helgina: Borussia Dortmund - Schalke 04 4-0 RB Leipzig - Freiburg 1-1 Hoffenheim - Hertha BSC 0-3 Fortuna Dusseldorf - Paderborn 0-0 Augsburg - Wolfsburg 1-2 Eintracht Frankfurt - Borussia M'gladbach 1-3 Köln - Mainz 05 2-2 Union Berlin - Bayern München 0-2 Werder Bremen - Bayer Leverkusen 1-4 Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Nýr veruleiki knattspyrnuliða úti í heimi er að spila leiki sína án áhorfenda og það virðist koma niður á heimaliðunum. Heimavöllurinn á að vera vígi hvers fótboltaliðs en auðvitað spila stuðningsmenn liðanna þar stórt hlutverki. Mikilvægi stuðningsmanna heimaliðanna sést kannski á úrslitum úr þýsku Bundesligunni um helgina. Heimaliðin unnu aðeins einn leik af níu í fyrstu umferð þýsku fótbolta deildarinnar eftir COVID-19 hléið. Borussia Dortmund were the only home team to win in the Bundesliga's return Host teams in front of no fans: W1 D3 L5 pic.twitter.com/2WIkspskHl— B/R Football (@brfootball) May 18, 2020 Eina liðið sem vann sinn heimaleik var lið Borussia Dortmund en og félagar áttu ekki í miklum vandræðum með Schalke 04 og unnu öruggan 4-0 sigur. Öll hin átta heimaliðin náðu aftur á móti aðeins að skora samtals sex mörk í sínum leikjum og ekkert þeirra fagnaði sigri. Uppskeran var aðeins þrjú stig af 24 mögulegum eða aðeins þrettán prósent stiga í boði. Þess í stað unnu fimm útilið sína leiki en það voru Hertha Berlin, Wolfsburg, Borussia M'gladbach, Bayern München og Bayer Leverkusen. Útiliðin skoruðu alls sautján mörk gegn sex í þessum átta leikjum. Úslit leikja í endurkomu þýsku deildarinnar um helgina: Borussia Dortmund - Schalke 04 4-0 RB Leipzig - Freiburg 1-1 Hoffenheim - Hertha BSC 0-3 Fortuna Dusseldorf - Paderborn 0-0 Augsburg - Wolfsburg 1-2 Eintracht Frankfurt - Borussia M'gladbach 1-3 Köln - Mainz 05 2-2 Union Berlin - Bayern München 0-2 Werder Bremen - Bayer Leverkusen 1-4
Úslit leikja í endurkomu þýsku deildarinnar um helgina: Borussia Dortmund - Schalke 04 4-0 RB Leipzig - Freiburg 1-1 Hoffenheim - Hertha BSC 0-3 Fortuna Dusseldorf - Paderborn 0-0 Augsburg - Wolfsburg 1-2 Eintracht Frankfurt - Borussia M'gladbach 1-3 Köln - Mainz 05 2-2 Union Berlin - Bayern München 0-2 Werder Bremen - Bayer Leverkusen 1-4
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira