Hilmar frískaði upp á eldhúsið fyrir sex þúsund krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 14:29 Hilmar hélt í sama litin en útkoman flott með nýrri málningu. Myndir/Gígja/Hilmar „Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“ Hús og heimili Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira
„Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“
Hús og heimili Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira