„Óla Stefáns“ myndin af Iniesta á Barcelona síðunni vekur upp minningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 17:00 Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl. Spænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira
Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan. Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum. Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum. Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002. Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín. Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða. Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl.
Spænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjá meira