Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2020 19:50 Fara verður allt aftur til ársins 1920 til að finna meiri samdrátt í efnahagsmálum þjóðarinnar en verður á þessu ári að mati Seðlabankans. Ef kórónuveiran fer ekki aftur á kreik í haust reiknar bankinn hins vegar með skjótum bata á næsta ári. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvexti sína um 0.75 prósentur eða í eitt prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að einnig verði hætt að veita viðskiptabönkum 30 daga bundinn innlán til að örva útlán og peningamagn í umferð. Seðlabankastjóri segir Seðlabankann vilja lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja með aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ segir Ásgeir. Það er til marks um efnahagssamdráttinn að Seðlabankinn spáir því að fjöldi ferðamanna verði svipaður á þessu ári og hann var á árinu 2005. Og að gengi krónunnar verði svipað og það var árið 2015 þegar ferðamönnum tók að fjölga til mikilla muna. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þá verði atvinnuleysi á þessu ári meira en það var eftir bankahrunið árið 2009. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir framgang kórónuveirunnar og afnáms aðgerða vegna hennar í helstu viðskiptalöndum og heiminum öllum hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi.Vísir/Vilhelm „Horfur eru á mesta samdrætti á einu ári í eina öld hér á landi. Afleiðingarnar verða mikil fækkun starfa. Mjög mikil stytting vinnutíma og atvinnuleysi fer í sögulegar hæðir,“ segir Þórarinn. Í apríl hafi samanlagt 17,8 prósent mannaflans ýmist verið atvinnulaus eða á hlutabótaleið. Bankinn spái að atvinnuleysið fari í 12 prósent í haust en verði um 9 prósent á árinu í heild. Fjölgun ferðamanna ræðst mikið af því hversu hratt umheimurinn jafnar sig á kórónuveiru faraldrinum. Frá byrjun mars á þessu ári til 15. maí í fyrra fóru daglega um fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. „Við reiknum með því í okkar spá að það komi eitthvað um þrjúhundruð þúsund ferðamenn á fyrri hluta ársins til landsins. En á seinni hluta ársins verði þeir einungis eitthvað um 50 þúsund. þannig að samtals komi eitthvað um 400 þúsund ferðamenn til landsins sem er svipaður fjöldi og árið 2005,“ segir Þórarinn. Á fyrstu mánuðum ársins í fyrra fóru fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll á dag en nú fara örfáir farþegar þar á degi hverjum.Vísir/Vilhelm Það yrði 81 prósent fækkun ferðmanna milli ára og þjónustuútflutningur drægist saman um 53 prósent. „Og yrði það mesti samdráttur sem við höfum séð þar frá því mælingar hófust.“ Þá hafi farsóttin haft áhrif á annan útflutning eins og sjávarafurðir. „Þegar á öðrum ársfjórðungi erum við komin með vísbendingar um verulegan samdrátt í útflutningi sjávarafurða og við erum að spá að hann verði 12 prósent á árinu öllu. Sem yrði mesti samdráttur í útflutningi sjávarafurða í næstum því fjóra áratugi,“ segir Þórarinn. Seðlabankastjóri segir að ef kórónuveiran rjúki ekki aftur af stað gætu efnahagshorfur batnað hratt í vetur og á næsta ári. Þá muni gengislækkun krónunnar að undanförnu einnig hjálpa til. „Lægra gengi örvar íslenskt atvinnulíf. Sérstaklega þegar fram í sækir. Það býr til ný störf. Það skýtur alveg nýjum stoðum undir ferðaþjónustuna. Það er mun betra að örva hana þannig heldur en með öðrum hætti,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00 Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25 „Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Fara verður allt aftur til ársins 1920 til að finna meiri samdrátt í efnahagsmálum þjóðarinnar en verður á þessu ári að mati Seðlabankans. Ef kórónuveiran fer ekki aftur á kreik í haust reiknar bankinn hins vegar með skjótum bata á næsta ári. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvexti sína um 0.75 prósentur eða í eitt prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að einnig verði hætt að veita viðskiptabönkum 30 daga bundinn innlán til að örva útlán og peningamagn í umferð. Seðlabankastjóri segir Seðlabankann vilja lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja með aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ segir Ásgeir. Það er til marks um efnahagssamdráttinn að Seðlabankinn spáir því að fjöldi ferðamanna verði svipaður á þessu ári og hann var á árinu 2005. Og að gengi krónunnar verði svipað og það var árið 2015 þegar ferðamönnum tók að fjölga til mikilla muna. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þá verði atvinnuleysi á þessu ári meira en það var eftir bankahrunið árið 2009. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir framgang kórónuveirunnar og afnáms aðgerða vegna hennar í helstu viðskiptalöndum og heiminum öllum hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi.Vísir/Vilhelm „Horfur eru á mesta samdrætti á einu ári í eina öld hér á landi. Afleiðingarnar verða mikil fækkun starfa. Mjög mikil stytting vinnutíma og atvinnuleysi fer í sögulegar hæðir,“ segir Þórarinn. Í apríl hafi samanlagt 17,8 prósent mannaflans ýmist verið atvinnulaus eða á hlutabótaleið. Bankinn spái að atvinnuleysið fari í 12 prósent í haust en verði um 9 prósent á árinu í heild. Fjölgun ferðamanna ræðst mikið af því hversu hratt umheimurinn jafnar sig á kórónuveiru faraldrinum. Frá byrjun mars á þessu ári til 15. maí í fyrra fóru daglega um fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. „Við reiknum með því í okkar spá að það komi eitthvað um þrjúhundruð þúsund ferðamenn á fyrri hluta ársins til landsins. En á seinni hluta ársins verði þeir einungis eitthvað um 50 þúsund. þannig að samtals komi eitthvað um 400 þúsund ferðamenn til landsins sem er svipaður fjöldi og árið 2005,“ segir Þórarinn. Á fyrstu mánuðum ársins í fyrra fóru fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll á dag en nú fara örfáir farþegar þar á degi hverjum.Vísir/Vilhelm Það yrði 81 prósent fækkun ferðmanna milli ára og þjónustuútflutningur drægist saman um 53 prósent. „Og yrði það mesti samdráttur sem við höfum séð þar frá því mælingar hófust.“ Þá hafi farsóttin haft áhrif á annan útflutning eins og sjávarafurðir. „Þegar á öðrum ársfjórðungi erum við komin með vísbendingar um verulegan samdrátt í útflutningi sjávarafurða og við erum að spá að hann verði 12 prósent á árinu öllu. Sem yrði mesti samdráttur í útflutningi sjávarafurða í næstum því fjóra áratugi,“ segir Þórarinn. Seðlabankastjóri segir að ef kórónuveiran rjúki ekki aftur af stað gætu efnahagshorfur batnað hratt í vetur og á næsta ári. Þá muni gengislækkun krónunnar að undanförnu einnig hjálpa til. „Lægra gengi örvar íslenskt atvinnulíf. Sérstaklega þegar fram í sækir. Það býr til ný störf. Það skýtur alveg nýjum stoðum undir ferðaþjónustuna. Það er mun betra að örva hana þannig heldur en með öðrum hætti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00 Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25 „Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00
Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26
Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25
„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00