Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 18:00 Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri félagsins sem fékk mest úr sjóðnum. vísir/s2s Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira