Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 20:00 Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís. Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís.
Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira