Tímabundin tækifæri Guðmundur Haukur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Samkeppnismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun