Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Vinnumálastofnun. Vísir/hanna Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40