Menning

Vígðu fyrsta Tómasarlund landsins í dag

Sylvía Hall skrifar
Frá vígslunni í dag.
Frá vígslunni í dag. Aðsend

Vinir og velunnarar Tómasar Magnúsar Tómassonar komu saman klukkan 17 í dag við Bítlaskóg í Svarfaðardal og vígðu fyrsta Tómasarlund landsins. Ætlunin er að koma á fót mörgum slíkum um land allt sem hvatningu og vitundarvakningu um að skógrækt og geðrækt fari vel saman.

Tómas Magnús var einn farsælasti upptökustjóri og tónlistarmaður landsins um árabil, en forfaðir hans séra Tómas Hallgrímsson var prestur að Völlum í Svarfaðardal.

Jarún Júlía Jakobsdóttir gróðursetti fyrsta tréð.Aðsend

Meðal þeirra sem voru viðstaddir gróðursetninguna voru hjónin Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir, staðarhaldarar að Gullbringu. Þá voru tónlistarmenn á borð við Jakob Frímann Magnússon og Eyþór Eðvarsson einnig viðstaddir sem og Birna Rún Gísladóttir viðskiptafræðingur að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Jarún Júlía Jakobsdóttir, dóttir þeirra Jakobs Frímanns og Birnu Rúnar, gróðursetti fyrsta tréð í Tómasarlundi í dag.

Eftir gróðursetninguna var sunginn afmælissöngur Tómasi til heiðurs sem hefði orðið 66 ára gamall í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.