Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 12:35 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira