Frægir sem fundu ástina árið 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. janúar 2020 16:15 Yndislegt þegar fólk finnur ástina. Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að íslensku stjörnunum. Fjölmargar fréttir birtast á ári hverju í tengslum við tilhugalíf þessara einstaklinga. Hér að neðan má sjá yfirferð Vísis um ástarsamböndin sem blómstruðu á árinu. Athafnarkonan Linda Pétursdóttir opinberaði ástarsamband sitt með Bandaríkjamanni í byrjun ársins. „Hann fær mig til að hlæja dag hvern. Lífið með honum er ævintýri og heimur minn mun öruggari með hans stóru handleggi utan um mig,“ sagði Linda í færslu á Instagram þegar hún birti mynd af parinu en Linda hefur komið sér vel fyrir í Palm Springs í Kaliforníu ásamt dóttur sinni. View this post on Instagram He makes me laugh everyday. Life with him is an adventure and my world is that much safer with his big arms around me. A post shared by PÉTURSDÓTTIR (@lindape) on Feb 4, 2019 at 11:29am PST Hödd og Skúli byrjuðu saman á árinu 2019. Í maí greindi Vísir frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, væru nýtt par. Parið hóf samband sitt í byrjun síðasta árs og hafa þau síðan notið lífsins saman, bæði erlendis og hér á landi. Bæði eiga þau börn úr fyrri samböndum. Villi og Saga einstaklega glæsilegt par. Síðasta sumar greindi Vísir frá því að ljósmyndarinn og myndlistakonan Saga Sigurðardóttir og söngvarinn og fjölmiðlamaðurinn Vilhelm Anton Jónsson væru eitt nýjasta par bæjarins. Saga er einn færasti ljósmyndari landsins. Villi er söngvari hljómsveitarinnar 200 þúsund naglbítar auk þess sem hann hefur komið fram í bíómyndum og gefið út vísindabækur fyrir börn og unglinga. Gangi allt upp gæti Streat nokkur Hoerner orðið næsti tengdasonur Íslands í ágúst á síðasta ári var greint frá því að Bandaríkjamaðurinn væri kærasti Katrínar Tönju Davíðsdóttur en hún frumsýndi hann á Instagram þar sem ekki leikur nokkur vafi á að kært er á milli þeirra Hoerner.Streat Hoerner er nú þegar orðinn Íslandsvinur því hann var á meðal keppenda á Reykjavík Crossfit Championship í maí þar sem hann hafnaði í fimmta sæti eftir frábæran lokasprett.Líklega eru fá pör sem keppa við þau Hoerner og Katrínu Tönju þegar kemur að hreysti og fróðlegt verður að sjá hvernig sambandið þróast. View this post on Instagram I don’t know about you but I think he’s kinda cute A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 11, 2019 at 1:58pm PDT Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir og þyrluflugmaðurinn Andri Jóhannesson eru nýtt par og hafa þau verið saman frá síðasta sumri. Júlíana Sara er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Þær tvær og Venjulegt fólk. Júlíana er einnig byrjuð í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 og er hún í þáttunum tvisvar sinnum í viku, á fimmtudögum og föstudögum með Kjartani Atla Kjartanssyni og Rikka G. Sjálf deilir hún fallegri paramynd af þeim á Instagram sem sjá má hér að neðan. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri samböndum. View this post on Instagram A post shared by Júlíana Sara (@jsgunnarsdottir) on Sep 12, 2019 at 11:46am PDT Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar og Sunna Rós Víðisdóttir, lögfræðingur, hafa opinberað ástarsamband á Facebook í október. Sunna Rós hefur verið formaður framkvæmdaráðs Pírata og Kristjón lengi starfað í fjölmiðlum. Kristjón var áður giftur Auði Ösp Guðmundsdóttur. Ung og fallegVísir greindi frá því í október að Benedikt Bjarnason og Sunneva Einarsdóttir samfélagsmiðlastjarna væru eitt nýjasta par landsins. Benedikt, sem er 21 árs og oftast kallaður Bensi, er Garðbæingur, starfsmaður Vodafone og kemur af mikilli stjórnmálaætt. Hann er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa. Sunneva, sem er tveimur árum eldri en Bensi, hefur vakið mikla athygli á Instagram þar sem hún er með 44 þúsund fylgjendur. Þar situr hún reglulega fyrir í nærfötum og leggur mikla vinnu í myndirnar. Sunneva Einars var gestur í Einkalífinu í nóvember 2018 og má sjá þáttinn hér að neðan. Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni, eru nýjasta fótboltapar landsins. Fanndís birti mynd af parinu í brúðkaupi Baldurs Sigurðssonar og Pálu Marie Einarsdóttur í Mývatnssveit í október og merkti með myllumerkinu frumsýning, enda að frumsýna nýjan kærasta. Baldur var samherji Eyjólfs hjá Stjörnunni en Pála Marie er Valskona eins og Fanndís sem spilar með Hlíðarendaliðinu. Eyjólfur og Fanndís eru bæði fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu og spiluðu erlendis. Fanndís, sem er úr Kópavogi, er reynslubolti í íslenska landsliðinu og Eyjólfur, sem er uppalinn í Breiðholtinu, á sömuleiðis nokkra landsleiki. View this post on InstagramFrábær helgi #balliogpalliA post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) on Oct 14, 2019 at 10:24am PDTÁ árinu var greint frá því að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins, og Bergsveinn Birgisson rithöfundur væru í fjarsambandi. Bergsveinn hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vera sleginn til riddara af Haraldi fimmta Noregskonungi. Hann flutti til Noregs upphaflega til að lesa trúarbragðrasögu, einkum þá tengda norrænni goðafræði. Hann sagði ítarlega frá flutningum sínum til Noregs í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Steinunn Ólína hefur leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hefur hún stýrt spjallþætti á RÚV, ritstýrt Kvennablaðinu auk þess sem hún stígur reglulega á svið í leikhúsinu. Framundan hjá henni er hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína var gift Stefáni Karli Stefánssyni leikara sem lést í ágúst 2018 eftir baráttu við krabbamein.Október var fyrirferðamikill þegar kemur að ástarmálum þeirra frægu en Vísir greindi frá því að fyrirsætan Ragnheiður Theodórsdóttir og knattspyrnumaðurinn Gísli Páll Helgason væru nýtt par. Þau Ragga og Gísli Páll hafa verið að rugla saman reytum í nokkurn tíma og virðast ná vel saman. Bæði eru annálaðir húmoristar, hafa gaman af lífinu og mikið íþróttafólk. Gísli Páll lék með Kórdrengjum í íslenska fótboltanum í sumar en áður hafði hann verið á mála hjá Þór og Breiðablik. Ragnheiður var flott körfuboltakona á sínum tíma, spilaði meðal annars með Haukum, Keflavík og Breiðabliki. Hún var áður gift Ragnari Sigurðssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu.Greint var frá því að Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent og Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður væru nýtt par undr lok ársins 2019. Þórey vakti athygli í sumar þegar hún synti yfir Ermasundið með Marglyttunum en hún var á sínum tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra. Magnús Orri Schram var áður fjölmiðlamaður og einnig formaður þingflokks Samfylkingarinnar árið 2012 en hann sat á þingi á árunum 2009-2013.Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland og Reynir Grétarsson stofnandi og eignandi Credit Info opinberuðu ástarsamband sitt á Facebook í nóvember. Ragnheiður var kjörin ungfrú Ísland árið 2001 en hún er menntaður sálfræðingur og starfar hjá Streituskólanum. Reynir er menntaður lögfræðingur en hér að neðan má sjá mynd af parinu sem þau birtu í september þar sem neistinn var augljóslega kviknaður og gott betur.Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson var á meðal gesta á frumsýningu kvikmyndarinnar Agnes Joy í aðalsal Háskólabíós í október. Það var í fyrsta sinn sem parið sást saman opinberlega. Kristinn Óli sem jafnan er þekktur sem rapparinn Króli fer einmitt með hlutverk í myndinni sem er eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur. Króli var ekki einn á ferð því honum við hlið var kærasta rapparans, listaháskólaneminn Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir. Króli, sem skaust á sjónarsviðinu ásamt félaga sínum Jóhannesi Patrekssyni með laginu BOBA árið 2017, og Ragnhildur eru jafnaldrar, fædd árið 1999 og eru því tvítug á árinu.Í desember greindi Vísir frá einu nýjasta stjörnupari landsins. En þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson eru par. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum. Katrín Lea var í ágúst 2018 krýnd Miss Universe Iceland og öðlaðist þar þátttökurétt í Miss Universe keppninni sem fram fór í Bangkok í desember 2018. Ágúst er hins vegar einn Kickstarter-bræðra og er forstöðumaður trúfélags Zuism hér á landi. Ágúst birtir á Instagramsíðu sinni mynd af parinu klæddu í Peaky Blinders þema. Skrifar hann við myndina þekkta tilvitnun í þættina. „Men always tell their troubles to a barmaid.“ View this post on Instagram“Men always tell their troubles to a barmaid”A post shared by Ágúst Arnar Ágústsson (@agustarnar) on Dec 7, 2019 at 2:01pm PSTKatrín Lea sem er tvítug var þriðji gestur Einkalífsins á Vísi skömmu eftir sigurinn í Miss Universe Iceland. Ræddi hún þar barnæsku sína í Rússlandi og hvernig henni var tekið hér á Íslandi. Sjá má þáttinn hér að neðan. Mikið hefur verið fjallað um málefnis trúfélagsins Zuism á Vísi. Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum félagsins en forstöðumaður þess, Ágúst Arnar, hefur lofað félögum endurgreiðslum á sóknargjöldum. Ágúst og bróðir hans, Einar, hafa saman verið kallaðir Kickstarter-bræður vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma. Stendur nú yfir rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum trúfélagsins sem Ágúst er í forsvari fyrir. Ástin og lífið Fréttir ársins 2019 Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að íslensku stjörnunum. Fjölmargar fréttir birtast á ári hverju í tengslum við tilhugalíf þessara einstaklinga. Hér að neðan má sjá yfirferð Vísis um ástarsamböndin sem blómstruðu á árinu. Athafnarkonan Linda Pétursdóttir opinberaði ástarsamband sitt með Bandaríkjamanni í byrjun ársins. „Hann fær mig til að hlæja dag hvern. Lífið með honum er ævintýri og heimur minn mun öruggari með hans stóru handleggi utan um mig,“ sagði Linda í færslu á Instagram þegar hún birti mynd af parinu en Linda hefur komið sér vel fyrir í Palm Springs í Kaliforníu ásamt dóttur sinni. View this post on Instagram He makes me laugh everyday. Life with him is an adventure and my world is that much safer with his big arms around me. A post shared by PÉTURSDÓTTIR (@lindape) on Feb 4, 2019 at 11:29am PST Hödd og Skúli byrjuðu saman á árinu 2019. Í maí greindi Vísir frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir og athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, væru nýtt par. Parið hóf samband sitt í byrjun síðasta árs og hafa þau síðan notið lífsins saman, bæði erlendis og hér á landi. Bæði eiga þau börn úr fyrri samböndum. Villi og Saga einstaklega glæsilegt par. Síðasta sumar greindi Vísir frá því að ljósmyndarinn og myndlistakonan Saga Sigurðardóttir og söngvarinn og fjölmiðlamaðurinn Vilhelm Anton Jónsson væru eitt nýjasta par bæjarins. Saga er einn færasti ljósmyndari landsins. Villi er söngvari hljómsveitarinnar 200 þúsund naglbítar auk þess sem hann hefur komið fram í bíómyndum og gefið út vísindabækur fyrir börn og unglinga. Gangi allt upp gæti Streat nokkur Hoerner orðið næsti tengdasonur Íslands í ágúst á síðasta ári var greint frá því að Bandaríkjamaðurinn væri kærasti Katrínar Tönju Davíðsdóttur en hún frumsýndi hann á Instagram þar sem ekki leikur nokkur vafi á að kært er á milli þeirra Hoerner.Streat Hoerner er nú þegar orðinn Íslandsvinur því hann var á meðal keppenda á Reykjavík Crossfit Championship í maí þar sem hann hafnaði í fimmta sæti eftir frábæran lokasprett.Líklega eru fá pör sem keppa við þau Hoerner og Katrínu Tönju þegar kemur að hreysti og fróðlegt verður að sjá hvernig sambandið þróast. View this post on Instagram I don’t know about you but I think he’s kinda cute A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 11, 2019 at 1:58pm PDT Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir og þyrluflugmaðurinn Andri Jóhannesson eru nýtt par og hafa þau verið saman frá síðasta sumri. Júlíana Sara er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Þær tvær og Venjulegt fólk. Júlíana er einnig byrjuð í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 og er hún í þáttunum tvisvar sinnum í viku, á fimmtudögum og föstudögum með Kjartani Atla Kjartanssyni og Rikka G. Sjálf deilir hún fallegri paramynd af þeim á Instagram sem sjá má hér að neðan. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri samböndum. View this post on Instagram A post shared by Júlíana Sara (@jsgunnarsdottir) on Sep 12, 2019 at 11:46am PDT Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar og Sunna Rós Víðisdóttir, lögfræðingur, hafa opinberað ástarsamband á Facebook í október. Sunna Rós hefur verið formaður framkvæmdaráðs Pírata og Kristjón lengi starfað í fjölmiðlum. Kristjón var áður giftur Auði Ösp Guðmundsdóttur. Ung og fallegVísir greindi frá því í október að Benedikt Bjarnason og Sunneva Einarsdóttir samfélagsmiðlastjarna væru eitt nýjasta par landsins. Benedikt, sem er 21 árs og oftast kallaður Bensi, er Garðbæingur, starfsmaður Vodafone og kemur af mikilli stjórnmálaætt. Hann er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa. Sunneva, sem er tveimur árum eldri en Bensi, hefur vakið mikla athygli á Instagram þar sem hún er með 44 þúsund fylgjendur. Þar situr hún reglulega fyrir í nærfötum og leggur mikla vinnu í myndirnar. Sunneva Einars var gestur í Einkalífinu í nóvember 2018 og má sjá þáttinn hér að neðan. Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni, eru nýjasta fótboltapar landsins. Fanndís birti mynd af parinu í brúðkaupi Baldurs Sigurðssonar og Pálu Marie Einarsdóttur í Mývatnssveit í október og merkti með myllumerkinu frumsýning, enda að frumsýna nýjan kærasta. Baldur var samherji Eyjólfs hjá Stjörnunni en Pála Marie er Valskona eins og Fanndís sem spilar með Hlíðarendaliðinu. Eyjólfur og Fanndís eru bæði fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu og spiluðu erlendis. Fanndís, sem er úr Kópavogi, er reynslubolti í íslenska landsliðinu og Eyjólfur, sem er uppalinn í Breiðholtinu, á sömuleiðis nokkra landsleiki. View this post on InstagramFrábær helgi #balliogpalliA post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) on Oct 14, 2019 at 10:24am PDTÁ árinu var greint frá því að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins, og Bergsveinn Birgisson rithöfundur væru í fjarsambandi. Bergsveinn hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vera sleginn til riddara af Haraldi fimmta Noregskonungi. Hann flutti til Noregs upphaflega til að lesa trúarbragðrasögu, einkum þá tengda norrænni goðafræði. Hann sagði ítarlega frá flutningum sínum til Noregs í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Steinunn Ólína hefur leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hefur hún stýrt spjallþætti á RÚV, ritstýrt Kvennablaðinu auk þess sem hún stígur reglulega á svið í leikhúsinu. Framundan hjá henni er hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína var gift Stefáni Karli Stefánssyni leikara sem lést í ágúst 2018 eftir baráttu við krabbamein.Október var fyrirferðamikill þegar kemur að ástarmálum þeirra frægu en Vísir greindi frá því að fyrirsætan Ragnheiður Theodórsdóttir og knattspyrnumaðurinn Gísli Páll Helgason væru nýtt par. Þau Ragga og Gísli Páll hafa verið að rugla saman reytum í nokkurn tíma og virðast ná vel saman. Bæði eru annálaðir húmoristar, hafa gaman af lífinu og mikið íþróttafólk. Gísli Páll lék með Kórdrengjum í íslenska fótboltanum í sumar en áður hafði hann verið á mála hjá Þór og Breiðablik. Ragnheiður var flott körfuboltakona á sínum tíma, spilaði meðal annars með Haukum, Keflavík og Breiðabliki. Hún var áður gift Ragnari Sigurðssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu.Greint var frá því að Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent og Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður væru nýtt par undr lok ársins 2019. Þórey vakti athygli í sumar þegar hún synti yfir Ermasundið með Marglyttunum en hún var á sínum tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra. Magnús Orri Schram var áður fjölmiðlamaður og einnig formaður þingflokks Samfylkingarinnar árið 2012 en hann sat á þingi á árunum 2009-2013.Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland og Reynir Grétarsson stofnandi og eignandi Credit Info opinberuðu ástarsamband sitt á Facebook í nóvember. Ragnheiður var kjörin ungfrú Ísland árið 2001 en hún er menntaður sálfræðingur og starfar hjá Streituskólanum. Reynir er menntaður lögfræðingur en hér að neðan má sjá mynd af parinu sem þau birtu í september þar sem neistinn var augljóslega kviknaður og gott betur.Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson var á meðal gesta á frumsýningu kvikmyndarinnar Agnes Joy í aðalsal Háskólabíós í október. Það var í fyrsta sinn sem parið sást saman opinberlega. Kristinn Óli sem jafnan er þekktur sem rapparinn Króli fer einmitt með hlutverk í myndinni sem er eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur. Króli var ekki einn á ferð því honum við hlið var kærasta rapparans, listaháskólaneminn Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir. Króli, sem skaust á sjónarsviðinu ásamt félaga sínum Jóhannesi Patrekssyni með laginu BOBA árið 2017, og Ragnhildur eru jafnaldrar, fædd árið 1999 og eru því tvítug á árinu.Í desember greindi Vísir frá einu nýjasta stjörnupari landsins. En þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson eru par. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum. Katrín Lea var í ágúst 2018 krýnd Miss Universe Iceland og öðlaðist þar þátttökurétt í Miss Universe keppninni sem fram fór í Bangkok í desember 2018. Ágúst er hins vegar einn Kickstarter-bræðra og er forstöðumaður trúfélags Zuism hér á landi. Ágúst birtir á Instagramsíðu sinni mynd af parinu klæddu í Peaky Blinders þema. Skrifar hann við myndina þekkta tilvitnun í þættina. „Men always tell their troubles to a barmaid.“ View this post on Instagram“Men always tell their troubles to a barmaid”A post shared by Ágúst Arnar Ágústsson (@agustarnar) on Dec 7, 2019 at 2:01pm PSTKatrín Lea sem er tvítug var þriðji gestur Einkalífsins á Vísi skömmu eftir sigurinn í Miss Universe Iceland. Ræddi hún þar barnæsku sína í Rússlandi og hvernig henni var tekið hér á Íslandi. Sjá má þáttinn hér að neðan. Mikið hefur verið fjallað um málefnis trúfélagsins Zuism á Vísi. Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum félagsins en forstöðumaður þess, Ágúst Arnar, hefur lofað félögum endurgreiðslum á sóknargjöldum. Ágúst og bróðir hans, Einar, hafa saman verið kallaðir Kickstarter-bræður vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma. Stendur nú yfir rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum trúfélagsins sem Ágúst er í forsvari fyrir.
Ástin og lífið Fréttir ársins 2019 Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira