Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. maí 2020 08:00 Herjólfsdalur var fagurgrænn í síðustu viku og tilbúinn til þess að taka á móti fólki. Vísir/Jóhann K. Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira