Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 08:30 Arnold Schwarzenegger afhendir Hafþóri Júlíusi Björnssyni verðlaunin fyrir sigurinn í Arnold Strongman Classic mótinu. Getty/Frank Jansky Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór. Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór.
Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Sjá meira