Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði markaskor sitt á fyrsta árinu með Heimi Guðjóns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 16:00 Adrian Justinussen á auglýsingu fyrir Evrópuleik HB á fésbókarsíðu félagsins í fyrra. Mynd/Fésbókin Adrian Justinussen var ein af stjörnum helgarinnar eftir frammistöðu hans með HB Tórshavn í færeysku fótboltadeildinni. Adrian Justinussen, eða Aukaspyrnu-Adrian eins og hann er nú kallaður af mörgum, skorað fernu og lagði upp eitt að auki í 5-0 sigri HB Tórshavn í Effodeildinni í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa sýnt frammistöðu hans talsverðan áhuga enda hefur Adrian Justinussen verið orðaður við Val í Pepsi Max deildinni. Heimir Guðjónsson, þjálfar einmitt Val, en hann þekkir Adrian Justinussen mjög vel frá tíma sínum hjá HB en Heimir þjálfari Þórshafnarliðið 2018 og 2019. Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði nefnilega markaskor sitt í fyrsta árinu sem leikmaður undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Adrian Justinussen. That's just ridiculous. #BetriDeildin #JustinussenAlarm https://t.co/rqK8FBnTyA— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) May 24, 2020 Á síðustu þremur tímabilum fyrir komu Heimis þá hafði Adrian Justinussen aðeins skorað 1 mark á hverju tímabili þar af eitt mark í 24 leikjum á leiktíðinni fyrir komu Heimis til HB. Á fyrsta tímabilinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar þá skoraði Adrian Justinussen aftur á móti 20 mörk í 26 leikum. Á öðru tímabilinu var hann með 16 mörk í 26 leikjum. Adrian Justinussen hefur skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með HB Tórshavn í Effodeildinni á þessu tímabili en fjögur af þessum sex mörkum litu dagsins ljós í gær. Þrjú fyrstu mörkin skoraði Adrian með skotum beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnurnar voru líka allar ólíkar, ein vinstra megin, ein hægra megin og ein lengst út á velli. Fjórða markið skoraði hann síðan með frábæru skoti úr vítateignum. Markaskor Adrian Justinussen í Effodeildinni: 2014 - Með HB Tórshavn 1 leikur, 0 mörk 2015 - Með HB Tórshavn 16 leikir, 1 mark 2016 - Með HB Tórshavn 17 leikir, 1 mark 2017 - Með HB Tórshavn 24 leikir, 1 mark - Heimir Guðjónsson mætir á svæðið - 2018 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 20 mörk 2019 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 16 mörk 2020 - Með HB Tórshavn 3 leikir, 6 mörk Færeyski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Adrian Justinussen var ein af stjörnum helgarinnar eftir frammistöðu hans með HB Tórshavn í færeysku fótboltadeildinni. Adrian Justinussen, eða Aukaspyrnu-Adrian eins og hann er nú kallaður af mörgum, skorað fernu og lagði upp eitt að auki í 5-0 sigri HB Tórshavn í Effodeildinni í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa sýnt frammistöðu hans talsverðan áhuga enda hefur Adrian Justinussen verið orðaður við Val í Pepsi Max deildinni. Heimir Guðjónsson, þjálfar einmitt Val, en hann þekkir Adrian Justinussen mjög vel frá tíma sínum hjá HB en Heimir þjálfari Þórshafnarliðið 2018 og 2019. Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði nefnilega markaskor sitt í fyrsta árinu sem leikmaður undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Adrian Justinussen. That's just ridiculous. #BetriDeildin #JustinussenAlarm https://t.co/rqK8FBnTyA— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) May 24, 2020 Á síðustu þremur tímabilum fyrir komu Heimis þá hafði Adrian Justinussen aðeins skorað 1 mark á hverju tímabili þar af eitt mark í 24 leikjum á leiktíðinni fyrir komu Heimis til HB. Á fyrsta tímabilinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar þá skoraði Adrian Justinussen aftur á móti 20 mörk í 26 leikum. Á öðru tímabilinu var hann með 16 mörk í 26 leikjum. Adrian Justinussen hefur skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með HB Tórshavn í Effodeildinni á þessu tímabili en fjögur af þessum sex mörkum litu dagsins ljós í gær. Þrjú fyrstu mörkin skoraði Adrian með skotum beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnurnar voru líka allar ólíkar, ein vinstra megin, ein hægra megin og ein lengst út á velli. Fjórða markið skoraði hann síðan með frábæru skoti úr vítateignum. Markaskor Adrian Justinussen í Effodeildinni: 2014 - Með HB Tórshavn 1 leikur, 0 mörk 2015 - Með HB Tórshavn 16 leikir, 1 mark 2016 - Með HB Tórshavn 17 leikir, 1 mark 2017 - Með HB Tórshavn 24 leikir, 1 mark - Heimir Guðjónsson mætir á svæðið - 2018 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 20 mörk 2019 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 16 mörk 2020 - Með HB Tórshavn 3 leikir, 6 mörk
Markaskor Adrian Justinussen í Effodeildinni: 2014 - Með HB Tórshavn 1 leikur, 0 mörk 2015 - Með HB Tórshavn 16 leikir, 1 mark 2016 - Með HB Tórshavn 17 leikir, 1 mark 2017 - Með HB Tórshavn 24 leikir, 1 mark - Heimir Guðjónsson mætir á svæðið - 2018 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 20 mörk 2019 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 16 mörk 2020 - Með HB Tórshavn 3 leikir, 6 mörk
Færeyski boltinn Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira