Fyrrum liðsfélagi Óttars og Björns stal úr leikmannasjóðnum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 07:00 Vegard Forren á að baki 33 A-landsleiki fyrir Noreg. VÍSIR/GETTY Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021. Norski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021.
Norski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti