Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:35 Gates og eiginkona hans Melinda hafa lagt sitt af mörkum til mannúðarmála í gegnum sjóð sem kennd er við þau undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja sig úr stjórn fyrirtækisins. Í staðinn ætlar Gates að verja tíma sínum enn frekar í ýmis mannúðarmál, þar á meðal heilbrigðis-, þróunar-, mennta- og loftslagsmál. Hann verður áfram tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu sem Gates skrifaði á samfélagsmiðilinn LinkedIn í gær sagðist hann einnig ætla að segja sig úr stjórn Berkshire Hathaway, félags auðjöfursins Warrens Buffett. Þeir Gates eru nánir vinir. Gates, sem stofnaði Microsoft fyrir rúmum fjörutíu árum, hefur smám saman dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Hann lét af daglegum störfum árið 2008 og hætti sem stjórnarformaður árið 2014. New York Times segir að Gates sé enn einn stærsti einstaki hluthafinn í Microsoft með um 1,3% hlut sem er talinn um 16 milljarða dollara virði, jafnvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna. „Microsoft verður alltaf mikilvægur hluti af ævistarfi mínu og ég mun halda áfram að vera í samskiptum við Satya [Nadella, forstjóra Microsoft] og tæknilega stjórnendur til þess að aðstoða við að móta hugsjónina og ná metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr um árangurinn sem fyrirtækið er að ná,“ segir Gates. Á lista Forbes-tímaritsins yfir ríkasta fólk heims er Gates í öðru sæti á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auðæfi Gates eru metin á um 103,6 milljarða dollara, jafnvirði meira en 14.000 milljarða íslenskra króna. Microsoft Bandaríkin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja sig úr stjórn fyrirtækisins. Í staðinn ætlar Gates að verja tíma sínum enn frekar í ýmis mannúðarmál, þar á meðal heilbrigðis-, þróunar-, mennta- og loftslagsmál. Hann verður áfram tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu sem Gates skrifaði á samfélagsmiðilinn LinkedIn í gær sagðist hann einnig ætla að segja sig úr stjórn Berkshire Hathaway, félags auðjöfursins Warrens Buffett. Þeir Gates eru nánir vinir. Gates, sem stofnaði Microsoft fyrir rúmum fjörutíu árum, hefur smám saman dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Hann lét af daglegum störfum árið 2008 og hætti sem stjórnarformaður árið 2014. New York Times segir að Gates sé enn einn stærsti einstaki hluthafinn í Microsoft með um 1,3% hlut sem er talinn um 16 milljarða dollara virði, jafnvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna. „Microsoft verður alltaf mikilvægur hluti af ævistarfi mínu og ég mun halda áfram að vera í samskiptum við Satya [Nadella, forstjóra Microsoft] og tæknilega stjórnendur til þess að aðstoða við að móta hugsjónina og ná metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr um árangurinn sem fyrirtækið er að ná,“ segir Gates. Á lista Forbes-tímaritsins yfir ríkasta fólk heims er Gates í öðru sæti á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auðæfi Gates eru metin á um 103,6 milljarða dollara, jafnvirði meira en 14.000 milljarða íslenskra króna.
Microsoft Bandaríkin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira